1. Einn um alla tíð 08:15
Beitt og bitur orðin
Beinlaus tungan
Braut í mér hjartað
Haturs orðaforðinn
Eitur stungan
Í munni skartað
Döpur og köld
Er saga mín
Útópía eymdar
Visin sál
Brotið hjarta
Ömurleiki lífsins endalaus
Svartur hamur huga míns
Leiðir mig um eyðisanda
Kalið sár sem aldrei grær
Nú er sál mín glötuð
"Einn um alla tíð
Einn um alla tíð"
Einn er gamall orðinn
Dofinn kaldur
Ég framdi morðin
Banameinið aldur
Harmleikur og sorg.
2. Eldborg 04:08
Blika ljós í fjarska
Fjarri logum manna
Dulin máttur árþúsunda
Laus úr viðjum
Heift sem svaf um aldir.
Angan seiða haturs, fyllir vit
Skelfur grund
Heljar afsprengi
Dregur fyrir sól.
Þor úr hjörtum hrekur
Sá sem landið skekur
Augu elds og ösku
Deyða von.
"Úr iðrum jarðar
Ógnar kraftur
Verur illar
Snúa aftur
Hatrið heitt
Í æðum rennur
Stríð í vændum
Mannkyn brennur"
3. Birtan hugann brennir 05:33
Loksins ljós er leið
Úr mykri
Birtist þú
Er árin líða
Þyngjast tárin
Eymdin staðföst
Tómið á mig allan.
Birtan hugann brennir
Gamall skuggi
Gleypir mig.
4. Verður von að bráð 05:50
Ég heyri röddu freistarans,
Ljúfu loforð kuldans
Kalla á mig
"Þessa leið
Um kófið hvíta
Alsælan er handan"
Loks er leiðin greið
Sál mín heimt úr helju.
Hríð er ofan heiða
Raust þín helköld leiðir mig
Eina leiðin áfram
Eina leiðin áfram.
"Þessa leið
Um kófið hvíta
Alsælan er handan"
Hríð er ofan heiða
Helblint
Kófið hvíta
Byrgir sýn.
Ég heyri röddu freistarans,
Ljúfu loforð kuldans
Kalla á mig
Þessa leið
Um kófið kalda
Loks er leiðin greið,
Sál mín heimt úr helju
Verður von að bráð.
5. Drepsótt 03:16
Upphaf aldar,
Tveggja sólna himinn,
Tveggja tungla nótt,
Blóð féll af himnum ofan,
Uppnám sköpunarverksins
Þrátt og rotið frá rótum.
Í öngþveiti, örmagna sálir
Rífa hver aðra í sundur,
Hörmungar ógna lífi jarðar.
Varanleg ónáttúra,
Vansköpun manna og dýra,
Vantrú
Elur óbeit.
Ótta og hryllings löstur Guðs á mönnum
Drepsóttir, djöfulleg náttúra
Lífið tekur enda.
6. Næðir um 05:03
Ligg hér stjarfur
Strit að baki
Endalaus nótt,
Friður er úti
Aldrei lengur hljótt.
Veggit stara
Dag og nótt
Ég kvíði því að loka augum.
Hér er reimt,
Brakar í sperrum,
Fúin gólfin anda,
Speglar ljúga,
Endalausir gangar,
Tálsýn ljóss og birtu,
Líf mitt er martröð.
Fótatök fylgja hverju skrefi
Skuggaverur af óþekktu meiði,
Ómennskar raddir þeirra óma í höfði mér.
Farðu, farðu, farðu.
7. Horfin mér 06:42
Dagar augnablik
Árin virðast endalaus
Alsæla æskunnar ódauðleg.
Í dögun allt er breytt
Úrhelli óhamingju
Flæðir yfir allt.
Ég man svo vel,
Dagar liðu,
Árin horfin mér,
Minning um hamingju,
Dofnar við hvern dag,
Óreiðan óbærileg,
Þreyttur, marinn
Undan hlekkjum lífs og frá mér flúin,
Kæfandi gangur lífsins endalaus.
8. Á himin stara 03:47
Börnin dvelja
Í vítis klóm,
Stofnun ríkis
Í hávegum höfð
Þar sem sakleysi deyr
Í höndum varga
Kerfið hol,
Dýpra en hið svarta.
Á himin stara
Til að fylla tóm í hjarta
Von að ösku verður,
Tárin sem tjara,
Harðnaðir drengir
Sem skrattar fara.
Þeirra eymd og ógn
Nú á vegum manna,
Köld, tóm
Sál þeirra allra.
Saklaust týnt er hjarta,
Illska þess í stað,
Örlög þeirra ráðin
9. Ljóstýra 05:54
Helkaldur vetur
Hírist í myrkrinu,
Kaldur inn að beini,
Með vori dvínar von um bjarta daga,
Eitt árið enn
Í klakaböndum dag og nótt.
Dagar frusu forðum,
Ég er sá sem aldrei sef,
Frostbitinn orðinn,
Lítið af mér gef.
Með ljóstýru í glugga,
Trúfast stari út
Hún varpar skugga manns með von í hjarta,
Hans hinsta ósk
Um sumardaga bjarta.
10. Vökudraumsins fangi 06:43
Ömurð alla daga
Vökudraumsins fangi
Líf sem eitt sinn var
Sönnun minnar jarðvistar
Minning þess sem aldrei varð.
55:11
No hay comentarios:
Publicar un comentario